Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
18

Júdósamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

10.10.2017

Júdósamband Íslands (JSÍ) hefur hlotið viðbótarstyrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna landsliðsverkefna ársins 2017. Um er að ræða styrk að upphæð 1,6 m.kr. sem bætist við fyrri úthlutun til sambandsins, en sambandið hlaut styrk að upphæð 1,6 m.kr. í fyrri úthlutun ársins úr Afrekssjóði ÍSÍ.

Keppendur á vegum JSÍ taka þátt í fjölmörgum erlendum viðburðum ár hvert, jafnt í erlendum æfingabúðum sem í alþjóðlegum mótum. Sambandið hefur átt keppanda á síðustu þremur Ólympíuleikum og sagan ber þess merki að öflugt afreksstarf hefur verið innan sambandsins frá upphafi. Í dag hefur mikil áhersla verið lögð á uppbyggingu tengdri yngri kynslóðinni sem mun taka við þeim eldri og reyndari innan tíðar og er styrkur Afrekssjóðs ÍSÍ því mikilvægur gagnvart því afreksstarfi sem á sér stað á vettvangi JSÍ.

Vefsíða Júdósambands Íslands er www.jsi.is

Á myndinni má sjá þau Jóhann Másson, formann JSÍ og Lilju Sigurðardóttur, formann Afrekssjóðs ÍSÍ að lokinni undirritun samnings um viðbótarstyrkinn.