Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Blaksamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

07.10.2017

Blaksamband Íslands (BLÍ) hefur hlotið viðbótarstyrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna landsliðsverkefna ársins 2017. Um er að ræða styrk að upphæð 4 m.kr. sem bætist við fyrri úthlutun til sambandsins, en sambandið hlaut styrk að upphæð 4,4 m.kr. í fyrri úthlutun ársins úr Afrekssjóði ÍSÍ.

Landsliðs- og afreksstarf Blaksambands Íslands hefur aldrei verið meira en undanfarna 12 mánuði. Á árinu voru send 12 landslið til keppni í 20 mótum og mikil vinna hefur verið á bakvið starfið sem eðlilega hefur vaxið mikið við fjölgun landsliðanna.

A landslið karla og kvenna tóku þátt í annarri umferð í undankeppni HM, en aldrei áður hafa liðin náð eins langt. Liðin áttu góða leiki gegn stóru þjóðunum þrátt fyrir tap í öllum leikjum og varð til mikilvæg reynsla sem mun nýtast í næstu áskorunum. Sambandið hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár og tekið næsta skref í þróun sambandsins og afreksstarfi þess. Viðbótarstyrkveiting Afrekssjóðs ÍSÍ kemur sér sérstaklega vel gagnvart þeim vexti og mun hjálpa til við að efla starfið enn frekar.

Á myndinni má sjá þau Sævar Guðmundsson, framkvæmdastjóra BLÍ, Jason Ívarsson, formann BLÍ, Lilju Sigurðardóttur, formann Afrekssjóðs ÍSÍ og Lárus L. Blöndal, forseta ÍSÍ við undirritun samnings um viðbótarstyrkinn.

Vefsíða Blaksambands Íslands er www.bli.is

Myndir með frétt