Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

21.01.2026 - 21.01.2026

RIG ráðstefna

Í tengslum við RIG þá verður ráðstefna um...
17

Karatedeild Fjölnis Fyrirmyndardeild ÍSÍ

05.10.2017

Karatedeild Fjölnis í Grafarvogi fékk endurnýjun viðurkenningar deildarinnar sem fyrirmyndardeild ÍSÍ mánudaginn 2. október síðastliðinn á foreldradegi deildarinnar í Egilshöll. Það var Sigríður Jónsdóttir varaforseti ÍSÍ sem afhenti Willem Verheul yfirþjálfara viðurkenninguna ásamt fána fyrirmyndarfélaga. Auk karatedeildarinnar eru handknattleiksdeild og sunddeild félagsins fyrirmyndardeildir ÍSÍ. Á myndunum eru þau Willem og Sigríður.

Nánar má lesa um verkefnið Fyrirmyndarfélag ÍSÍ hér á vefsíðu ÍSÍ.

Myndir með frétt