Skráning í þjálfaramenntun ÍSÍ

Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda.
Þátttökugjald á 1. stig er kr. 25.000.- og öll námskeiðsgögn eru innifalin.
Þátttökugjald á 2. stig er kr. 22.000.- og öll námskeiðsgögn eru innifalin.
Skráning er rafræn og þarf henni að vera lokið fyrir föstudaginn 15. september nk.
Rétt til þátttöku á 1. stigi hafa allir sem lokið hafa grunnskólaprófi. Til þátttöku á 2. stigi þarf að hafa lokið 1. stigi, hafa gilt skyndihjálparnámskeið og 6 mánaða starfsreynslu sem þjálfari.
Hér er hægt að skrá sig í haustfjarnám þjálfaramenntunar ÍSÍ 2017, 1. og 2. stig.
Nánari upplýsingar um fjarnámið og aðra þjálfaramenntun ÍSÍ gefur:
Viðar Sigurjónsson
460-1467 / 863-1399
vidar@isi.is