Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Fyrsta úthlutun úr nýjum Afrekssjóði ÍSÍ

03.09.2017Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Lilja Sigurðardóttir formaður Afrekssjóðs ÍSÍ, Hannes S. Jónsson formaður Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) og Guðbjörg Norðfjörð varaformaður KKÍ undirrituðu í Helsinki í morgun, að viðstöddum mennta- og menningarmálaráðherra Kristjáni Þór Júliussyni og forsætisráðherra, Bjarna Benediktssyni, viðauka við samning ÍSÍ og KKÍ um viðbótarframlag úr Afrekssjóði ÍSÍ  til sambandsins. Þetta er fyrsta úthlutun úr sjóðnum eftir að ný Reglugerð um Afrekssjóð ÍSÍ var samþykkt af framkvæmdastjórn ÍSÍ 11. maí sl.

Körfuknattleikssambandið er eins og kunnugt er með landslið karla í Helsinki í Finnlandi þar sem liðið keppir í lokamóti  Evrópumótsins í körfuknattleik karla - EuroBasket 2017. Sambandið er samkvæmt nýrri flokkun ÍSÍ í A-flokki og telst með því Afrekssérsamband. 
Það er von ÍSÍ að styrkurinn muni koma sér vel í afreksstarfi Körfuknattleikssambands Íslands.

Á næstu vikum verður úthlutað í áföngum úr Afrekssjóði ÍSÍ til einstakra sérsambanda.