Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Fyrirlestur afreksfólks í dag

21.08.2017Í hádeginu í dag fer fram fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík í tilefni af 150 ára afmæli Skotfélags Reykjavíkur. Þar munu margfaldir Ólympíu- og heimsmeistarar í skotíþróttum, þau Niccolo Campriani og Petra Zublasing, halda erindi um ýmsar hliðar skotíþrótta með áherslu á afreksþjálfun og markmiðasetningu.

Þrátt fyrir að fyrirlesararnir komi úr röðum skotíþrótta þá eiga fyrirlestrarnir erindi við alla áhugasama um íþróttir óháð íþróttagrein.

Fyrirlestrarnir fara fram í stofu M209, hefjast kl. 12 og verður lokið í síðasta lagi kl.13:30.

Aðgangur er ókeypis.

Skotfélag Reykjavíkur, Háskólinn í Reykjavík og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa saman að hádegisfyrirlestrinum.