Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Vel heppnað kaffisamsæti

18.08.2017Samtök íslenskra Ólympíufara buðu til kaffisamsætis þann 14. ágúst í tilefni afmælisáranna frá þátttöku Íslands á Ólympíuleikum 1952, 1972, 1992, 2002 og 2012. Einnig var kynntur samningur samtakanna við World Class sem býður félagsmönnum mjög myndarleg afsláttarkjör. Fulltrúar frá samtökum Ólympíufara frá Danmörku og Svíþjóð heiðruðu samkomuna en það voru; Svíjarnir Pernilla Wiberg og Gunnar Larsson og Danirnir Keld Nielsen og Rene Nielsen.

Ástæða fyrir komu þessarra erlendu gesta var fyrsti norræni fundur Ólympíufara sem haldinn hefur verið. Fundurinn fór fram í Íþróttamiðstöðinni 15. ágúst. Þar var meðal annars fjallað um hlutverk Alheimssamtaka Ólympíufara (WOA) þar sem Pernilla er stjórnarmaður, hvernig samtökin í Svíþjóð, Danmörku og Íslandi starfa og hvert eigi að vera þeirra hlutverk og hvert þau vilja stefna. Skipst var á hugmyndum og rætt um framtíð norræns samstarfs og hvernig Ólympíufarar geta gefið til baka til samfélagsins.

Myndir með frétt