Minnum á bannlista WADA
11.08.2017Seint á síðasta ári birti Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin bannlista WADA 2017 og samantekt um helstu breytingar ásamt útskýringum. Á listanum má sjá hvaða efni og aðferðir eru bannaðar bæði í keppni og utan keppni og hvaða efni eru bönnuð í ákveðnum íþróttagreinum. Framkvæmdastjórn Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar samþykkti listann 21. september 2016, en hann tók gildi 1. janúar 2017. Hér má sjá bannlistann og hér má sjá samantekt um helstu breytingar ásamt útskýringum.
Bannlisti Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar er uppfærður árlega, en á hverju ári fer hann í gegnum ákveðið ferli sem tekur níu mánuði, þar sem allt sem tengist efnum og aðferðum er skoðað. Listinn er síðan birtur þremur mánuðum áður en hann tekur gildi til þess að íþróttafólk geti kynnt sér listann og gert viðeigandi ráðstafanir.
ÍSÍ hvetur alla sem hlut eiga að máli að kynna sér bannlista WADA 2017.
Bannlisti Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar er uppfærður árlega, en á hverju ári fer hann í gegnum ákveðið ferli sem tekur níu mánuði, þar sem allt sem tengist efnum og aðferðum er skoðað. Listinn er síðan birtur þremur mánuðum áður en hann tekur gildi til þess að íþróttafólk geti kynnt sér listann og gert viðeigandi ráðstafanir.
ÍSÍ hvetur alla sem hlut eiga að máli að kynna sér bannlista WADA 2017.