Ólympíuleikarnir í París 2024
10.08.2017
París og Los Angeles hafa undanfarna mánuði verið að keppast um að halda Ólympíuleikana árið 2024, en nú er orðið ljóst að Ólympíuleikarnir 2024 verða haldnir í París. Ólympíuleikarnir 2028 verða síðan haldnir í Los Angeles. Alþjóðaólympíunefndin tilkynnti í júní sl. að París og Los Angeles myndu halda þessa tvennu Ólympíuleika í röð. Fulltrúar beggja borga vildu hins vegar halda leikana árið 2024. Alþjóðaólympíunefndin gaf fulltrúum borganna frest fram í september nk. til að komast að samkomulagi um niðurröðunina. Að öðrum kosti hefði þurft að kjósa.
París laut í lægra haldi fyrir London í baráttunni um leikana árið 2012. Ólympíuleikarnir fóru fram í París árin 1900 og 1924.
París er með glæsilega vefsíðu í tengslum við leikana. Vefsíðuna má sjá hér.