Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

EYOF 2017 - keppni dagsins langt komin

27.07.2017

Í sundinu keppti Viktor Forafonov í undanrásum 100 metra skriðsunds. Þar synti hann á tímanum 56,08 sem skilaði honum í 54 sæti. Patrik Viggó Vilbergsson keppti í undanrásum 400 metra fjórsunds, synti hann á 4:54.03 og varð í 27. sæti.

Í spjótkasti kastaði Helga Margrét Óskarsdóttir 37,84 og varð 9. í A kasthóp. Í 1500 metra hlaupi stúlkna hljóp Iðunn Björg Arnaldsdóttir á tímanum 4.56,49 og varð 10 í sínum riðli.

Síðasta keppnisgrein dagsins hjá íslenska hópnum er úrslit í 200 metra hlaupi stúlkna sem fer fram kl. 16.15 að staðartíma - 14.15 að íslenskum tíma. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hleypur þá á 8. braut.

Myndir með frétt