Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
16

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar hefst í Györ

23.07.2017

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar hefst í dag í borginni Györ í Ungverjalandi og stendur yfir til 29. júlí 2017. Alls taka 34 íþróttamenn þátt fyrir Íslands hönd, auk flokksstjóra, þjálfara, dómara og fararstjórnar.

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar er að mörgu leyti eins og smækkuð útgáfa af Ólympíuleikum. Keppnisgreinar á leikunum eru frjálsíþróttir, körfuknattleikur, hjólreiðar, fimleikar, handbolti, júdó, sund, tennis og blak. Að þessu sinni verður einnig keppt á kajak. Keppendur koma frá alls 50 Evrópuþjóðum og eru þátttakendur alls um 3.600 talsins.

Ólympíuhátíðin er sett með athöfn sem nær hámarki þegar Ólympíueldur er tendraður og hátíðinni lýkur með lokaathöfn og skemmtun.

Setningarhátíðin fer fram í kvöld 23. júlí kl. 20.30 á ETO íþróttavellinum, þar eru sæti fyrir 16.000 áhorfendur.

Slagorð Ólympíuhátíðarinnar í Györ er „Talent Now, Idol in the Future“. Markmið slagorðsins er að benda á mikilvægi leikanna, mikilvægi unga íþróttafólksins sem áfram mun þroskast og verða fyrirmynd fyrir þá sem á eftir koma. Annað slagorð sem jafnframt er notað í tengslum við hátíðina er „One spirit, whole Europe!“ Því slagorði er ætlað að benda á samheldni álfunnar og þeirra þjóða sem taka þátt í anda Ólympíuhátíðarinnar.

Lukkudýr leikanna er haninn Húgó. Hani er tákn borgarinnar Györ og á sögulega tengingu við borgina allt frá bardaga sem átti sér stað þar árið 1598.

Lokaathöfnin verður haldin laugardaginn 29. júlí kl. 20:30.