Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Móttaka til heiðurs landsliði kvenna í blaki

27.06.2017

Íslenska kvennalandsliðið í blaki vann til gullverðlauna á Evrópumóti smáþjóða í blaki kvenna sem fram fór í Lúxemborg um síðastliðna helgi. Liðið byrjaði mótið heldur illa með tapi gegn Skotlandi en vann alla aðra leiki mótsins og stóð uppi sem sigurvegari. Með sigrinum tryggði liðið sér sæti í riðlakeppni Evrópumeistaramóts landsliða í fyrsta sinn í sögunni. Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir og Fríða Sigurðardóttir voru valdar í draumalið mótsins í sínum stöðum. Jafnframt var Jóna valin mikilvægasti leikmaðurinn. 

Blaksamband Íslands stóð fyrir móttöku í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í gær, til heiðurs kvennalandsliðinu og þessa sögulega árangurs. Sigríður Jónsdóttir, varaforseti ÍSÍ, ávarpaði landsliðið og gesti í móttökunni og bar þeim hamingjuóskir frá forseta og framkvæmdastjórn ÍSÍ. Hún færði einnig Fríðu Sigurðardóttur fyrirliða liðsins blómvönd en þetta var síðasta mót Fríðu með kvennalandsliði Íslands í blaki.

Myndin sem fylgir er frá volleyball.lu.