Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

GSSE 2017: Tvö Íslandsmet í frjálsum

03.06.2017

Frjálsíþróttafólk Íslands stóð sig vel í keppni í dag, á síðasta keppn­is­deg­i Smáþjóðal­eik­anna 2017.

Kol­beinn Höður Gunn­ars­son sigraði í 200 m hlaupi á tím­an­um 21,20 sek­. Ari Bragi Kára­son hafnaði í 3. sæti á tímanum 21,78 sek­.

Guðbjörg Jóna Bjarna­dótt­ir hafnaði í 2. sæti í 200 m hlaupi á tím­an­um 24,13 sek. Í 4. sæti varð Tiana Ósk Whitworth á tím­an­um 24,53 sek­.

Örn Davíðsson sigraði í spjótkasti með kasti upp á 74,81 m. Guðmund­ur Sverris­son fékk bronsverðlaun með kasti upp á 71,27 m.

Thelma Lind Kristjáns­dótt­ir hafnaði í 3. sæti í kringlukasti með kasti upp á 49,38 m.

María Rún Gunn­laugs­dótt­ir hafnaði í 4. sæti í 100 m grinda­hlaupi á tím­an­um 14,69 sek.

Þor­steinn Ingvars­son hafnaði í 4. sæti í þrístökki með stökki upp á 14,43 m.

Ísland sigraði bæði í kvenna­flokki og karlaflokki í 4x100 m hlaupi auk þess sem báðar sveitirnar settu Íslands­met.

Í kvenna­flokki hlupu þær Tiana Whitworth, Hrafn­hild Hermóðsdótt­ir, Guðbjörg Bjarna­dótt­ir og Arna Stef­an­ía Guðmunds­dótt­ir á tímanum 45,31 sek, sem er Íslands­met.

Í karla­flokki hlupu þeir Trausti Stef­áns­son, Ívar Krist­inn Ja­son­ars­son, Kol­beinn Höður Gunn­ars­son og Ari Bragi Kára­son á tím­an­um 40,45 sek­, sem er Íslandsmet.

Í kvennaflokki í 4x400 metra hlaupi hlupu þær María Rún Gunn­laugs­dótt­ur, Hrafn­hild Hermóðsdótt­ir, Guðbjörg Bjarna­dótt­ir og Arna Stef­an­ía Guðmunds­dótt­ir á tímanum 3:47,64 mín­.

Í karlaflokki í 4x400 metra hlaupi hlupu þeir Kol­beinn Höður Gunn­ars­son, Krist­inn Krist­ins­son, Bjart­mar Örnu­son og Trausti Stef­áns­son á tím­an­um 3:17,19 sek­ og enduðu í 4. sæti.