Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
11

GSSE 2017: Lokahátíð Smáþjóðaleikanna í kvöld

03.06.2017

Keppni á Smáþjóðal­eik­un­um 2017 í San Marínó lauk í dag. Lokahátíðin fór fram í kvöld og Hrafn­hild­ur Lúth­ers­dótt­ir var fána­beri fyrir hönd Íslands.

Loka­hátíðin var nokkuð á eftir áætlun þar sem keppni í blaki dróst á langinn auk þess sem margt íþróttafólk var í lyfjaprófi langt fram eftir. Lokahátíðin fór fram við hlið frjálsíþróttavallarins, en þar voru langborð með veitingum fyrir mörg hundruð manns. 

Ísland hafnaði í 3. sæti á verðlaunatöflunni með 60 verðlaun, þar af 27 gullverðlaun. Lúx­em­borg trónir á toppi töflunnar með 97 verðlaun, þarf af 37 gull. Kýp­ur var í 2. sæti með 83 verðlaun, þar af 30 gull.

Íslenskir þátttakendur fara heim í nótt og á morgun.

Næstu Smáþjóðaleikar fara fram í Svartfjallalandi árið 2019. 

Myndir með frétt