Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
11

GSSE 2017: Þrjú gull í frjálsíþróttum

01.06.2017

Arna Stef­an­ía Guðmunds­dótt­ir vann til gullverðlauna í 400 m grinda­hlaupi á tímanum 59,14 sek­. Hún var tæp­um þrem­ur sek­únd­um frá næsta kepp­anda.

Guðni Val­ur Guðna­son vann til gullverðlauna í kringlukasti. Hann kastaði 59,98 m.

Arn­dís Ýr Hafþórs­dótt­ir vann til gullverðlauna í 10 km hlaupi á tím­an­um 36:59:69 sek­.

María Rún Gunn­laugs­dótt­ir vann til silf­ur­verðlauna í lang­stökki í dag þegar hún stökk 5,53 m. Í fyrsta sæti var Ljilj­ana Matovic frá Svart­fjalla­landi með 5,64 metra. Re­becca Sare var í þriðja sæti með 5,33 m.

Guðbjörg Jóna Bjarna­dótt­ir vann til silf­urverðlauna í 400 m hlaupi á tím­an­um 55,72 sek.

Ívar Krist­inn Ja­son­ar­son vann til silfurverðlauna í 400 m hlaupi á tímanum 48,28 sek­. og einnig vann hann til silf­ur­verðlauna í 400 m grinda­hlaupi á tímanum 52,67 sek­.

Ásdís Hjálms­dótt­ir vann til silfurverðlauna í kúluvarpi með kast upp á 15,39 m. Gullinu náði Kýpverjinn Gavriella Falla með kast upp á 15,81 m.

Krist­inn Þór Krist­ins­son hafnaði í 5. sæti í 1500m hlaupi og Bjart­mar Örnu­son tók 7. sætið í sama hlaupi. 

Myndir með frétt