GSSE 2017: Þrjú gull í frjálsíþróttum
Arna Stefanía Guðmundsdóttir vann til gullverðlauna í 400 m grindahlaupi á tímanum 59,14 sek. Hún var tæpum þremur sekúndum frá næsta keppanda.
Guðni Valur Guðnason vann til gullverðlauna í kringlukasti. Hann kastaði 59,98 m.
Arndís Ýr Hafþórsdóttir vann til gullverðlauna í 10 km hlaupi á tímanum 36:59:69 sek.
María Rún Gunnlaugsdóttir vann til silfurverðlauna í langstökki í dag þegar hún stökk 5,53 m. Í fyrsta sæti var Ljiljana Matovic frá Svartfjallalandi með 5,64 metra. Rebecca Sare var í þriðja sæti með 5,33 m.
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir vann til silfurverðlauna í 400 m hlaupi á tímanum 55,72 sek.
Ívar Kristinn Jasonarson vann til silfurverðlauna í 400 m hlaupi á tímanum 48,28 sek. og einnig vann hann til silfurverðlauna í 400 m grindahlaupi á tímanum 52,67 sek.
Ásdís Hjálmsdóttir vann til silfurverðlauna í kúluvarpi með kast upp á 15,39 m. Gullinu náði Kýpverjinn Gavriella Falla með kast upp á 15,81 m.
Kristinn Þór Kristinsson hafnaði í 5. sæti í 1500m hlaupi og Bjartmar Örnuson tók 7. sætið í sama hlaupi.