Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

13

GSSE 2017: Fundur ráðherra íþróttamála

01.06.2017

Mennta- og menn­ing­ar­málaráðherr­a Ísland, Kristján Þór Júlí­us­son, sem fer með íþrótta­mál í ráðuneyti, tók þátt í ráðherrafundi sem haldinn er í tengslum við Smáþjóðaleikana. Fundurinn var haldinn mánudaginn 29. maí. Á fundinum sátu forsetar viðkomandi Ólympíunefnda. Fyrir hönd Íslands sat Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ. Fundarefni var sjálfbærni og var samþykkt yfirlýsing sem ber yfirskriftina Sports in Small States: Environmental and Economic Sustainability, sem má finna hér: Yfirlýsing.

Í frétt um fundinn sem finna má á vefsíðu Smáþjóðaleikanna 2017 segir að sjálfbærni sé grundvallaratriði þegar kemur að íþróttaviðburðum í dag. Fyrir nokkrum árum síðan var sjálfbærni ekki í hávegum höfð og framkvæmd íþróttaviðburðar hvers lands í valdi þess. Nú er umhverfisleg- og efnahagsleg sjálfbærni á íþróttaviðburðum grundvallaratriði þegar verið er að skilgreina almennar breytur hvað varðar skipulag og efnahagsleg áhrif á samfélagið í því landi sem viðburðurinn er haldinn. Nú er alþjóðasamfélagið að byggja upp vettvang til að þróa og efla aðgerðir sem miða að því að áhersla sé á sjálfbærni við skipulagninu íþróttaviðburða. Íþróttir eru mikilvægur þáttur í umhverfislegri og efnahagslegri sjálfbærni og geta haft jákvæð áhrif.

Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið og Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hafa ráðist í aðgerðir og gefið út lög um sjálfbærni í umhverfismálum á íþróttaviðburðum á þeirra vegum. Ráðherrafundur Smáþjóðaleikanna 2017 var mikilvægur þáttur í því að takast á við þetta mál. 

Myndir með frétt