Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.04.2025 - 26.04.2025

Ársþing ÍF 2025

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) verður...
27.04.2025 - 27.04.2025

Ársþing HHF 2025

Ársþing Héraðssambands Hrafna-Flóka (HHF)...
23

GSSE 2017: Sveitir Íslands í bogfimi keppa um brons

31.05.2017

Sveit­ir Íslands í bog­fimi hafa staðið sig vel og munu keppa um bronsverðlaun á föstudag. 

Karla­sveit­in með sveig­boga (recur­ve) tapaði fyr­ir Kýp­ur í undanúr­slit­um í dag, 5:2. Sveitin mæt­ir San Marínó í bronsviðureign.

Blandaða sveit­in með sveigboga vann San Marínó í 8-liða úr­slit­um, 5:1. Sveitin tapaði fyr­ir Kýp­ur í undanúr­slit­um 5:3. Sveit­in mæt­ir Svart­fjalla­landi í bronsviður­eign.

Blandaða sveitin með trissu­boga (compound) vann Mónakó 141:138. Sveitin tapaði fyr­ir Lúx­em­borg í undanúr­slit­um, 149:144. Sveitin mæt­ir San Marínó í bronsviður­eign­.

Karla­sveit­in með sveigboga vann Liechten­stein 219:217 en tapaði fyr­ir Lúx­em­borg í undanúr­slit­um 223:205. Sveitin mæt­ir Kýp­ur í bronsviður­eign­.

Ein­stak­lingskeppni í bog­fimi hefst á morg­un fimmtudag.

Myndir með frétt