Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

GSSE 2017: Karlalandsliðið í körfubolta sigraði

31.05.2017

Það var mikil stemmning hjá áhorfendum í körfuboltahöllinni í kvöld þegar karlalandslið San Marínó mætti karlalandsliði Íslands. Ísland sigraði með 42 stigum, 95:53.

Stigahæstur í íslenska liðinu var Tryggvi Snær Hlina­son. Hann skoraði 15 stig og tók 10 frá­köst. Kristó­fer Acox skoraði 13 stig, Jón Axel Guðmunds­son 11, Kári Jóns­son 10, Matth­ías Orri Sig­urðar­son 9, Þórir Þor­bjarn­ar­son 9, Pét­ur Rún­ar Birg­is­son 7, Krist­inn Páls­son 7, Ólaf­ur Ólafs­son 6, Gunn­ar Ólafs­son 4, Maciej Bag­inski 3 og Emil Kar­el Ein­ars­son 1.

Íslenska liðið er með einn sig­ur og eitt tap á Smáþjóðaleikunum, en Ísland tapaði fyr­ir Kýp­ur í fyrsta leik í gær. Ísland leikur gegn Andorra á morg­un.

Kvenna­landsliðið í körfubolta spilaði sinn fyrsta leik á Smáþjóðaleikunum í dag. Ísland tapaði fyr­ir Möltu 68:49.

Stigahæst í íslenska liðinu var Hild­ur Björg Kjart­ans­dótt­ir með 13 stig, Sigrún Sjöfn Ámund­ar­dótt­ir og Em­il­ía Ósk Gunn­ars­dótt­ir skoruðu 7 stig hvor og Sara Lind Þrast­ar­dótt­ir skoraði 6.