Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

GSSE 2017: Sex gullverðlaun á Smáþjóðaleikunum í dag

30.05.2017

Íslendingar stóðu sig vel á þessum fyrsta keppnisdegi Smáþjóðaleikanna. Íslendingar unnu 6 gull, 3 silfur og 6 brons.

Myndir frá Smáþjóðaleikunum má sjá á myndasíðu ÍSÍ.

Vefsíðu Smáþjóðaleikanna 2017 má sjá hér.

ÍSÍ er með Snapchat, isiiceland, sem gaman er að fylgjast með.

Einnig er vert að skoða smáforrit Smáþjóðaleikanna 2017, sm2017, tengil á smáforritið má sjá neðst.



Sund

Bryndís Rún Hansen sigraði í 100 m skriðsundi.

Hrafnhildur Lúthersdóttir vann til gullverðlauna í 200 m fjórsundi á tímanum 2:17,82 mín. Sunneva Dögg Friðriksdóttir varð í fjórða sæti á 2:26,34 mín.

Eygló Ósk Gústafsdóttir vann til gullverðlauna í 200 m baksundi á tímanum 2:17,30 mín. Íslandsmet hennar frá því í Ríó 2016 er 2:08,84 mín. Kristján Þór Júlíusson, ráðherra, afhenti henni gull­verðlaun­in. Íris Ósk Hilmarsdóttir synti einnig til úrslita og hafnaði í áttunda sæti á tímanum 2:30,99 mín.

Davíð H. Aðalsteinsson vann til bronsverðlauna í 200 m bringusundi á tímanum 2:09,76 mín. Kristinn Þórarinsson varð í fjórða sæti á tímanum 2:11,49 mín. Í 200 metra fjórsundi karla vann Viktor M. Vilbergsson til bronsverðlauna á tímanum 2:14,31 mín.

Bryndís Bolladóttir vann til bronsverðlauna í 200 m flugsundi á tímanum 2:23,80 mín. Inga Elín Cryer varð í fjórða sæti á tímanum 2:24,95 mín. Þröstur Bjarnason vann til bronsverðlauna í 200 m flugsundi á tímanum 2:12,51 mín. Hafþór Jón Sigurðsson var fjórði á 2:19,48 mín.

Aron Örn Stefánsson varð sjötti í 100 metra skriðsundi, en tími hans var 52:22 sek.

 

Frjálsíþróttir

Þrír íslenskir keppendur unnu til gullverðlauna í frjálsíþróttum. Ásdís Hjálmsdóttir í spjótkasti, Hulda Þorsteinsdóttir í stangarstökki og Þorsteinn Ingvarsson í langstökki.

Ásdís kastaði spjótinu 60, 03m. í dag og vann öruggan sigur. Þetta er hennar næstbesti árangur á þessu ári. María Rún Gunnlaugsdóttir hafnaði í fjórða sæti með 46,50 metra.

Hulda vann til sinna þriðju gullverðlauna í stangarstökki þegar hún fór yfir 4,20 m.

Þorsteinn stökk lengst allra í langstökki, 7,54 m. Kristinn Torfason lenti í öðru sæti með stökk upp á 7,42 m.

Í kúluvarpi karla vann Óðinn Björn Þorsteinsson til bronsverðlauna, en hann kastaði 17,59 m. Guðni Valur Guðnason lenti í fjórða sæti með kasti upp á 16,96 m.

Íslandsmethafinn í 100m hlaupi, Ari Bragi Kárason, vann til bronsverðlauna, en tími hans var 10,81 sekúnda. Kolbeinn Höður Gunnarsson var dæmdur úr leik vegna þjófstarts. Kolbeinn náði bestum tíma keppenda í undanrásum með tímann 10,62 sek.

Í undanrásum 400 m hlaups átti Ívar K. Jasonarson næstbesta tímann, 48,85 sek, og komst í úrslit. Trausti Stefánsson hljóp á 50,30 sek og komst ekki í úrslit. Úrslitin fara fram á morgun.

María Rún hafnaði í öðru sæti í hástökki með stökk upp á 1,71 metra. Sigurvegarinn frá Svartfjallalandi náði að stökkva 20 cm. hærra en María Rún.

Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir lenti í fjórða sæti í 100 m hlaupi kvenna. Hún var á tímanum 12,09 sek. Tiana Ósk Whitworth var í fimmta sæti á tímanum 12,14 sek.


Tennis

Allir íslensku keppendurnir í tennis spiluðu í dag. Anna Soffía Grönholm og Hera Björk Brynjarsdóttir töpuðu sínum viðureignum í einliðaleik. Anna Soffía tapaði fyr­ir Judit Al­ana Cart­ana frá Andorra í tveim­ur sett­um, 6:4 og 7:6. Hera Björk tapaði fyr­ir Frans­esca Cur­mi frá Möltu einnig í tveim­ur sett­um, 6:0 og 6:2. Rafn Kumar Bonifacius beið í lægri hlut fyrir Marco De Rossi frá San Marínó, 6:3 og 6:3, í einliðaleik. Birkir Gunnarsson tapaði fyrir Eleftherios Neos frá Kýpur 6:3 og 6:3 í einliðaleik. Í tvenndarleik töpuðu Hera Björk og Birkir fyrir pari frá Möltu, 6:1 og 6:2.


Blak

Íslenska karlalandsliðið í blaki tapaði fyrir Kýpur 3:1 í morgun.
Íslenska kvennalandsliðið í blaki tapaði fyrir Kýpur í hörkuleik 3:1. Ísland tapaði fyrstu hrinu 25:22, vann þá næstu 25:22 en tapaði þeirri þriðju einnig 25:22. Í fjórðu hrinu vann Kýpur svo 25:14 og leikinn 3:1.
Ísland mætir San Marínó á morgun.


Borðtennis

Íslenska landsliðið í borðtennis tapaði öllum sínum viðureignum í dag. Karlarnir töpuðu fyrir Svartfjallalandi og San Marínó. Konurnar töpuðu fyrir Lúxemborg og Möltu.

Keppni á Smáþjóðaleikunum heldur áfram á morgun.
Best er að nálgast úrslitin beint á smáforriti leikanna.

Fleiri myndir má sjá á myndasíðu ÍSÍ.

Vefsíðu Smáþjóðaleikanna 2017 má sjá hér.