Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

GSSE 2017: 6 dagar í Smáþjóðaleika

23.05.2017

Í dag eru sex dagar þar til Smáþjóðaleikarnir hefjast í San Marínó. Leikarnir standa yfir frá 29. maí til 3. júní.

Það stefnir í metþátttöku á Smáþjóðaleikunum í ár, en 894 keppendur eru skráðir til þátttöku, þar af 526 karlar og 368 konur. Samtals eru þátttakendur á Smáþjóðaleikunum í ár í kringum 1400 manns, það eru fararstjórar, flokksstjórar, gestir og aðrir sem að hópunum koma. 

Setningarhátíðin verður haldin kvöldið 29. maí, en búið er að gefa það út að um 700 krakkar munu taka þátt í atriði á hátíðinni. 

Ráðist var í gerð á smáforriti fyrir Smáþjóðaleikana 2017. Þar er hægt að fylgjast með úrslitum í öllum íþróttagreinum á meðan á leikunum stendur ásamt fleiru. Smáforritið má sjá hér.

Hér má sjá vefsíðu leikanna.