Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

GSSE 2017: Íslenskir þátttakendur í Peak

19.05.2017

Smáþjóðaleikarnir fara fram í San Marínó þann 29. maí til 3. júní. Tæplega 200 manns eru í íslenska hópnum, þar af 136 keppendur.

Á miðvikudaginn sl. fór fram fundur blaklandsliða sem fara til San Marínó. Farið var yfir þau atriði sem huga þarf að hvað varðar þátttöku Íslands á leikunum. Þátttakendur fengu einnig sín föt afhent, en íslenskir þátttakendur munu klæðast fötum frá merkinu Peak á meðan á leikunum stendur.

Setningarhátíð leikanna fer fram kvöldið 29. maí og hefst keppni daginn eftir. 

Á myndunum má sjá hluta af blaklandsliðsfólkinu.

Vefsíðu Smáþjóðaleikanna 2017 má sjá hér.

Facebook-síðu leikanna má sjá hér.

 

Myndir með frétt