Fleiri konur í nefndum Alþjóðaólympíunefndarinnar
Alþjóðaólympíunefndin (IOC) tilkynnti nýlega 70% aukningu kvenna sem sitja í nefndum Alþjóðaólympíunefndarinnar, ef miðað er við fjölda kvenna sem sátu í nefndum í september 2013. Konur eru nú 38% nefndarfólks, en hlutur kvenna er nú í sögulegu hámarki og nú sitja konur í öllum 26 nefndunum. Fjölbreytileiki nefndarfólks er einnig meiri, en Alþjóðaólympíunefndin hafði það að markmiði að fá fólk til liðs við sig úr ólíkum áttum landfræðilega séð. Einnig er lögð aukin áhersla á ungmenni. Frá 2010 hafa ungir sendiherrar af Ólympíuleikum æskunnar (YOG) verið virkir í íþróttum í sínu samfélagi. Sjö af þessum sendiherrum, þar af sex konur, hafa gengið til liðs við nefndina til að gefa ungu fólki sterkari, háværari og skýrari rödd innan íþróttahreyfingarinnar. Fagnar nefndin því að ný kynslóð sé að ryðja sér til rúms, fólk sem eru leiðtogar morgundagsins.
Fleiri breytingar hafa orðið á nefndum Alþjóðaólympíunefndarinnar nýlega. Nýrri nefnd, sem einblínir á stafræna tækni (Digital and Technology Commission), er ætlað að ráðleggja framkvæmdastjórn og forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar þegar kemur að málefnum tengdum skilvirkri og öruggri notkun stafrænnar tækni og upplýsingatækni. Nefndin mun gera tillögur að stefnu um upplýsingaöryggi og tryggja að Alþjóðaólympíunefndin nýti sér skilvirka og örugga tækni á Ólympíuleikum og Ólympíuleikum æskunnar.
Þessar breytingar eru í takt við Stefnu Ólympíuleikanna 2020 (Olympic Agenda 2020). Fréttin birtist á vefsíðu Evrópsku Ólympíunefndarinnar (EOC) í apríl sl.