Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Fundur um líðan barna í íþróttum á morgun

02.05.2017Miðvikudaginn 3. maí verður morgunverðarfundur/málstofa á Grand hóteli á vegum Náum áttum hópsins og verður fundurinn helgaður íþróttum að þessu sinni. 

Fundurinn hefst kl.8:15 og stendur til kl.10. Þátttökugjald er 2.400 kr. og er morgunverður innifalinn í verðinu. Skráning fer fram á www.naumattum.is

Yfirskrift morgunverðarfundar Náum áttum er að þessu sinni: Hvernig líður börnum í íþróttum?

Flutt verða nokkur erindi: Líðan barna í íþróttum sem Margrét Guðmundsdóttir, aðjúnkt íþróttafræðasviðs Háskólans í Reykjavík og sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu flytur, Samfélagslegt hlutverk íþrótta sem Sveinn Þorgeirsson, aðjúnkt íþróttafræðasviðs Háskólans í Reykjavík og yfirmaður afrekssviðs Borgarholtsskóla flytur og Sýnum karakter – markmið og áherslur
sem þær Sabína Steinunn Halldórsdóttir, starfsmaður UMFÍ og Ragnhildur Skúladóttir, starfsmaður ÍSÍ flytja.