Vorfjarnámi nú lokið
%20(Large).jpg?proc=400x400)
Sérgreinahluta námsins taka nemendur hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ. Allir nemendur 1. stigs sem luku námi nú fá sent þjálfaraskírteini á heimilisfang sem er staðfesting á náminu. Inn á það skírteini á svo öll menntun að fara, hvort sem um er að ræða nám á næstu stigum ÍSÍ eða sérgreinahluta hjá sérsambandi ÍSÍ. Einnig á þjálfunarreynsla og staðfesting á skyndihjálparnámskeiðum að fara inn á þetta sama skírteini.
ÍSÍ óskar þeim nemendum sem luku námi á stigunum tveimur að þessu sinni til hamingju með árangurinn og óskar þeim jafnframt velfarnaðar í því krefjandi en jafnframt skemmtilega starfi sem íþróttaþjálfun er. Næsta fjarnám á þjálfarastigum ÍSÍ verður í boði í sumar og mun væntanlega hefjast í júní. Fjarnámið verður auglýst á isi.is og helstu netmiðlum auk þess sem allar frekari upplýsingar eru gefnar af Viðari Sigurjónssyni skrifstofustjóra ÍSÍ á Akureyri á vidar@isi.is eða í síma 514-4000.