Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Fararstjórafundur í Györ

28.04.2017

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar verður haldin í Györ í Ungverjalandi dagana 23. - 29. júlí nk. Afar góð skráning er á hátíðina en allar Ólympíunefndir í Evrópu munu þar eiga keppendur. Alls verða þátttakendur rúmlega 3.700.

Fundur fararstjóra var haldinn í borginni í vikunni þar sem um þrír mánuðir eru í að Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar fari fram. Á fundinum var farið yfir ýmis atriði er snúa að þátttöku á hátíðinni auk þess sem mannvirki hennar voru skoðuð. Keppendur munu búa á heimavist sem annars er notuð fyrir háskóla borgarinnar auk þess sem hluti þátttakenda mun gista í íbúðum í nýjum byggingum sem fara í sölu að hátíðinni lokinni. Unnið er hörðum höndum að því að gera ný mannvirki klár fyrir sumarið auk eldri mannvirkja sem notuð verða meðan á hátíðinni stendur. Afar stutt er á milli keppnisstaða og aðstæður allar eins og best verður á kosið.

Útlit er fyrir að Ísland eigi marga þátttakendur á hátíðinni. Keppendur verða tæplega fjörutíu og þátttakendur alls 55. Munum við eiga keppendur í fimleikum, júdó, frjálsíþróttum, sundi, tennis auk þess að eiga lið í handknattleik drengja.  

Á myndunum sem fylgja fréttinni má sjá svipmyndir af mannvirkjum sem notuð verða í tengslum við leikana auk myndar af íslensku fulltrúunum á fundinum. Það voru þeir Örvar Ólafsson og Garðar Svansson sem sóttu fararstjórafundinn fyrir Íslands hönd.

Hér má sjá vefsíðu Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar.

Hér má sjá facebook-síðu hátíðarinnar.

Myndir með frétt