Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Magnús Oddsson fyrrverandi varaforseti ÍSÍ látinn

18.04.2017

Magnús Oddsson fyrrverandi varaforseti ÍSÍ og Heiðursfélagi ÍSÍ lést þann 11. apríl síðastliðinn.

Magnús átti farsælan feril í starfi innan íþróttahreyfingarinnar. Hann var í stjórn Íþróttabandalags Akraness (ÍA) frá árunum 1983 til 1992, þar af sem formaður frá 1984 og var þar meðal annars í forystu um byggingu Íþróttahússins á Jaðarsbökkum. Hann var einnig Heiðursfélagi ÍA.

Magnús var varaforseti Íþróttasambands Íslands frá 1992 til 1997 og Heiðursfélagi ÍSÍ. Magnús hafði mikinn áhuga á öllu starfi innan íþróttahreyfingarinnar og sinnti embætti varaforseta ÍSÍ af alúð. Eftir að hann hætti í stjórn ÍSÍ var hann ötull að mæta til þeirra viðburða sem Heiðursfélagar ÍSÍ eru boðaðir til í starfsemi ÍSÍ og sýndi starfi ÍSÍ alltaf mikinn áhuga. Síðustu árin sat hann í nefnd ÍSÍ um íþróttir 60+ og sinnti nefndarstörfunum af samviskusemi og elju. ÍSÍ er þakklátt fyrir ómetanlegt starf Magnúsar í þágu íþrótta á landsvísu og dýrmæta vináttu.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sendir Svandísi ekkju Magnúsar, einkasyninum Pétri og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur.