Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

13

Námskeið á Norðurlöndum

31.03.2017

Það er mikið um námskeiða- og ráðstefnuhald á Norðurlöndum á næstu mánuðum. Hér fyrir neðan má sjá brot af því besta.

Námskeiðið Running Science fer fram föstudaginn 19. maí Idrottshögskalen í Gautaborg í Svíþjóð. Nánar upplýsingar um námskeiðið má sjá á þessu skjali: Seminar - Running Science - 19.5.2017 - Göteborg.pdf

European Network of Sport and Education (ENSE) stendur fyrir alþjóðlegu ráðstefnunni „Sport Summit Aarhus 2017“ þann 12. - 14. september nk. í Háskólanum í Árósum í Danmörku. Meginþemu ráðstefnunnar eru „Þróun hæfileika“, „Tvöfaldur starfsframi“ og „Íþróttir og menntun“.

Námskeiðið „Leikgreining“ fer fram þann 29. nóvember nk. í Osló. Áhersla verður lögð á leikgreiningu í fótbolta, handbolta og íshokkí.

Nánari upplýsingar má sjá á vefsíðu Scandinavian Network for Elite Sports (SNE) sem er samstarfsaðili allra viðburðanna.