Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Verðlaunaafhending Lífshlaupsins í gær

28.02.2017

Verðlaunaafhending Lífshlaupsins fór fram í sal KSÍ við Laugardalsvöll í hádeginu í gær. Fulltrúar frá vinnustöðum, grunn-, og framhaldsskólum tóku á móti sínum verðlaunum.

Góð þátttaka var í Lífshlaupinu í ár en rúmlega 16.000 þátttakendur voru skráðir til leiks á 428 vinnustöðum, í 23 grunnskólum og 10 framhaldsskólum. Þá voru skráðar 14,6 milljónir hreyfimínútna á keppnistímanum, sem er 5% aukning frá 2016, og yfir 183 þúsund dagar með lágmarksviðmiði, sem er 9% aukning frá 2016. Óhætt er að segja að þátttakendur í Lífshlaupinu séu að hreyfa sig bæði oftar og meira en undanfarin ár.

Þau fyrirtæki og þeir skólar sem höfðu ekki tök á því að mæta á verðlaunaafhendinguna fá verðlaunin send.

ÍSÍ óskar sigurvegurum til hamingju með árangurinn, þakkar fyrir frábæra þátttöku og hvetur alla til að halda áfram að hreyfa sig og nota vefinn til þess að halda utan um sína hreyfingu. Einstaklingskeppni Lífshlaupsins er í gangi allt árið og gefst þátttakendum kostur á að vinna sér inn brons-, silfur-, gull-, og platínumerki eftir að hafa náð ákveðnum fjölda daga í hreyfingu.

Næstu almenningsíþróttaverkefni á vegum ÍSÍ eru Hjólað í vinnuna 3.-23. maí og Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 18. júní.