Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

13

Ester Sigurðardóttir næsti framkvæmdastjóri UÍA

28.02.2017Ester S. Sigurðardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA). Hún tekur við starfinu af Hildi Bergsdóttur sem hefur gegnt því frá haustinu 2010.

Ester lauk námi í upplýsingastjórnun frá Portobello Collage á Írlandi. Hún starfaði í áratug hjá Íslenskum aðalverktökum, síðan markaðsdeild Fréttablaðsins. Á Djúpavog flutti hún síðan og þjálfaði þá hjá Umf. Neista og kenndi í grunnskólanum. Síðustu ár hefur hún hefur aðstoðað fyrirtæki við markaðssetningu bæði hér heima og erlendis. Hún hefur verið búsett á Vopnafirði síðan 2014. Ester kemur til starfa um miðjan mars.