Öðrum keppnisdegi lokið í Erzurum
Öðrum keppnisdegi Vetrarólympíuhátíðar Evrópuæskunnar sem nú fer fram í Erzurum í Tyrklandi er nú lokið. Í dag áttum við fulltrúa í skíðagöngu og stórsvigi. Í 7,5 km skíðagöngu stúlkna hafnaði Anna María Daníelsdóttir í 35. sæti 3 mínútum og 27 sekúndum á eftir sigurvegaranum á tímanum 22:40,0. Í 10 km skíðagöngu drengja höfnuðu þeir Sigurður Arnar Hannesson, Arnar Ólafsson og Pétur Tryggvi Péturssoní í 46., 51. og 54. sæti.
Í stórsvigi drengja féll Jökull Þorri Helgason úr leik í fyrstu umferð. Georg Fannar Þórðarson varð 33. í fyrri umferð, 7,20 sekúndum á eftir þeim sem bestum tíma náði. Í seinni umferðinni vann Georg sig upp og endaði í 26. sæti, 9.92 sekúndum á eftir sigurvegaranum.
Á morgun miðvikudag eigum við keppendur í listskautum, svigi stúlkna og brettaati drengja.