Fyrsta keppnisdegi EYOWF lokið
Í dag hófst keppni á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer í Erzurum. Stúlkurnar María Finnbogadóttir, Harpa María Friðgeirsdóttir, Katla Björg Dagbjartsdóttir og Sigríður Dröfn Auðunsdóttir kepptu í stórsvigi og stóðu sig með sóma. María varð í 19. sæti og með þriðja besta tímann í sínum árgangi. Harpa María varð í 32. sæti, Katla Björg varð í 33. sæti og Sigríður varð í 39. sæti. Í stuttu prógrammi á listskautum keppti Herdís Birna Hjaltalín. Hún varð í 19. sæti.
Í skíðagöngu 7.5 km kepptu þeir Arnar Ólafsson, Pétur Tryggvi Pétursson og Sigurður Arnar Hannesson. Sigurður varð í 38. sæti á tímanum 20:40,2, Arnar varð í 48. sæti á tímanum 22:40,0 og Pétur varð í 51. sæti á tímanum 23:12,1. Anna María Daníelsdóttir keppti í 5 km skíðagöngu og varð í 38. sæti á tímanum 16:33,3.
Hægt er að fylgjast með meðal annars dagskrá og úrslitum á heimasíðu leikanna - sjá hér.
Fleiri myndir má sjá á myndasíðu ÍSÍ.