Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Setningarhátíð EYOWF frábær

12.02.2017

Setningarhátíð Vetrarólympíuhátíðar Evrópuæskunnar fór fram í kvöld á knattspyrnuleikvanginum Kazim Karabekir. Athöfnin hófst á inngöngu íþróttamanna og síðan var Ólympíueldurinn tendraður, en hann mun loga á meðan á leikunum stendur.

Íslensku þátttakendurnir skemmtu sér vel á setningarhátíðinni. Fánaberi íslenska hópsins var Katla Björg  Dagbjartsdóttir og stóð hún sig með sóma í því hlutverki. 

Á morgun hefst keppni í öllum greinum sem keppt er í á leikunum. Þeir sem keppa á morgun eru Harpa María, Katla Björg, María og Sigríður Dröfn í stórsvigi. Í skíðagöngu 7.5 km keppa þeir Arnar, Pétur Tryggvi og Sigurður Arnar, Anna María keppir í 5km göngu. Í stuttu prógrammi á listskautum keppir Herdís Birna. Hægt er að fylgjast með dagskrá og úrslitum á heimasíðu leikanna - sjá hér.

Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá fánabera íslenska hópsins Kötlu Björg og mynd af hópnum sem var tekin fyrir setningarhátíðina. 

Fleiri myndir frá hátíðinni má sjá á myndasíðu ÍSÍ.

Myndir með frétt