Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Yfirlýsing frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands

31.01.2017

Í ljósi atburða síðustu daga í kjölfar tilskipana Donald Trump forseta Bandaríkjanna um bann við komu flóttafólks og borgara sjö ríkja til Bandaríkjanna, vill Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) koma eftirfarandi á framfæri:

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands harmar þá mismunun sem felst í því að banna ríkisborgurum ákveðinna landa að taka þátt í íþróttaviðburðum í Bandaríkjunum.
Ólympíuhreyfingin hefur lagt áherslu á að öllum gefist kostur á að taka þátt í íþróttakeppnum óháð m.a. trúarbrögðum, upprunalandi og stjórnarfari.
Alþjóðlegar íþróttakeppnir hafa reynst öflug leið til þess að efla skilning og virðingu á milli ólíkra menningarheima og skoðana. Aðgerðir af því tagi sem nú er beitt í Bandaríkjunum vinna beinlínis gegn því að slíkur árangur náist.

Ólympíunefnd Bandaríkjanna hefur lýst því yfir að hún vinni að því að tryggja sem fyrst aðgang alls íþróttafólks og dómara til keppni í Bandaríkjunum þrátt fyrir tímabundna lokun Bandaríkjanna gagnvart ákveðnum ríkjum. ÍSÍ fagnar þessu framtaki Ólympíunefndarinnar. Þá hefur ÍSÍ upplýst Ólympíunefnd Bandaríkjanna um frávísun Meisam Rafiei, keppanda í taekwondo, og óskað eftir upplýsingum um það hvernig mál eru að þróast í Bandaríkjunum.