Hópurinn sem fer til Erzurum
Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í Erzurum í Tyrklandi 12. – 17. febrúar. Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur samþykkt tilnefningar frá Skíðasambandi Íslands og Skautasambandi Íslands um íþróttamenn, flokksstjóra og þjálfara til þátttöku á leikunum. Fararstjóri í ferðinni verður Örvar Ólafsson og sjúkraþjálfari verður Halla Sif Guðmundsdóttir. Á myndinni sem fylgir má sjá hluta þátttakenda á undirbúnings og upplýsingafundi sem haldinn var vegna ferðarinnar.
| Alpagreinar | |
| Georg Fannar Þórðarson | Keppandi |
| Jökull Þorri Helgason | Keppandi |
| Harpa María Friðgeirsdóttir | Keppandi |
| Katla Björg Dagbjartsdóttir | Keppandi |
| María Finnbogadóttir | Keppandi |
| Sigríður Dröfn Auðunsdóttir | Keppandi |
| Aron Andrew Rúnarsson | Þjálfari |
| Sigurgeir Halldórsson | Flokksstjóri og þjálfari |
| Bretti | |
| Aron Kristinn Ágústsson | Keppandi |
| Bjarki Jarl Haraldsson | Keppandi |
| Tómas Orri Árnason | Keppandi |
| Einar Rafn Stefánsson | Flokksstjóri og þjálfari |
| Listskautar | |
| Herdís Birna Hjaltalín | Keppandi |
| Rebecca Lynn Boyden | Flokksstjóri og þjálfari |
| Skíðaganga | |
| Anna María Daníelsdóttir | Keppandi |
| Arnar Ólafsson | Keppandi |
| Pétur Tryggvi Pétursson | Keppandi |
| Sigurður Arnar Hannesson | Keppandi |
| Steven Gromatka | Flokksstjóri og þjálfari |
| Gunnar Bjarni Guðmundsson | Þjálfari |
