Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Undirbúningur hafinn fyrir Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ

26.01.2017Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið í 28. sinn þann 18. júní 2017. Undirbúningur fyrir hlaupið er í fullum gangi og á dögunum var undirritaður samstarfssamningur við Margt smátt ehf. um kaup á verðlaunapeningum fyrir Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2017. Það voru þau Hrönn Guðmundsdóttir sviðsstjóri Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ og Árni Esra Einarsson frá Margt smátt ehf. sem undirrituðu samstarfssamninginn.