Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Viðurkenningar veittar í Vestmannaeyjum

20.01.2017

Báðar deildir ÍBV íþróttafélags, knattspyrnudeild og handknatttleiksdeild, fengu endurnýjun viðurkenninga deildanna sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ á viðburði Íþróttabandalags Vestmannaeyja miðvikudaginn 17. janúar sl. þar sem Íþróttamaður Vestmannaeyja var valinn. Golfklúbbur Vestmannaeyja fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ á sama viðburði. Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir úr framkvæmdastjórn ÍSÍ afhenti viðurkenningarnar fyrir hönd ÍSÍ. 

Á myndinni eru frá vinstri:

Páll Þ. Hjarðar formaður knattspyrnudeildar karla
Sigþóra Guðmundsdóttir formaður knattspyrnudeildar kvenna
Karl Haraldsson formaður handknattleiksdeildar
Íris Róbertsdóttir formaður ÍBV Íþróttafélags
Einar Gunnarsson golfkennari Golfklúbbi Vestmannaeyja
Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir úr framkvæmdastjórn ÍSÍ