Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Vetrarólympíuleikar ungmenna - heilsukönnun

16.12.2016

Á stærri viðburðum á vegum Alþjóðaólympíunefndarinnar er venja að taka saman upplýsingar um heilsufar og meiðsli keppenda.  

Á Vetrarólympíuleikum ungmenna sem fram fóru í Lillehammer í Noregi í febrúar sl. var slík rannsókn framkvæmd. Niðurstöður hafa nú verið birtar í British Journal of Sports Medicine. Alls var safnað gögnum frá 1083 íþróttamönnum sem kepptu á leikunum. Helstu niðurstöður voru þær að 9% keppenda á mótinu urðu fyrir meiðslum á því tímabili sem leikarnir stóðu yfir. Af þeim sem meiddust var gert ráð fyrir að 9% þeirra væru frá íþróttaiðkun í meira en viku. 7% þátttakenda voru veikir einhvern hluta leikanna. Niðurstöðurnar eru sambærilegar við niðurstöður frá fyrstu Vetrarólympíuleikum ungmenna sem fram fóru í Innsbruck 2012. Að mati rannsakenda geta niðurstöðurnar haft áhrif á hvernig uppsetning, stærð og erfiðleikastig þrauta verður á komandi leikum. Einnig þarf að hafa þessar niðurstöður í huga þegar inntökuskilyrði verða sett fyrir komandi leika.

Greinina má sjá í heild sinni hér.