Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

13

Þjálfaranámskeið á vegum STÍ

24.11.2016

Á dögunum fór fram þjálfaranámskeið á vegum Skotíþróttasambands Íslands (STÍ) og Alþjóðaskotíþróttasambandsins (ISSF) í húsakynnum Íþróttamiðstöðvarinnar. Námskeiðinu var ætlað að auka þekkingu leiðbeinenda hjá félögum innan STÍ. Námskeiðið var fyrir bæði riffil-og skammbyssuþjálfara en hentaði einnig keppendum til að víkka skilning sinn á þessum greinum. Námskeiðið fór fram á ensku og tekið var stöðupróf í lok þess. 27 þátttakendur frá félögum innan STÍ sátu námskeiðið.