Haustfjarnám í fullum gangi

Námið hefur gengið afar vel þetta haustið eins og áður. Í ljósi þess hversu margt er sameiginlegt í námi íþróttaþjálfara burt séð frá íþróttagrein þá leiðir þátttaka í náminu til skemmtilegra umræðna og skoðanaskipta og þar með aukinnar þekkingar og hæfni í starfi. Nemendum er gert að skila hluta verkefna sinna á spjallsvæði námsins og tjá sig um svör frá öðrum. Í raun deila nemendur þekkingu sinni og reynslu og læra af hverjum öðrum.
Næsta fjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun almenns hluta sem gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar verður í boði á vorönn 2017 og mun væntanlega hefjast í lok janúar eða byrjun febrúar. Allar upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSI gefur Viðar Sigurjónsson á vidar@isi.is og í síma 514-4000.