Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
15

Evrópuleikarnir í Minsk

26.10.2016

Evrópuleikarnir 2019 munu fara fram í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, árið 2019. Leikarnir munu þá fara fram í annað sinn, en fyrstu Evrópuleikarnir fóru fram í Bakú í Azerbaijan í júní árið 2015. Leikarnir eru haldnir á vegum Evrópusambands ólympíunefnda (EOC). Sú ákvörðun að Minsk yrði gestgjafi leikanna var tekin þann 21. október sl. á 45. ársþingi Evrópusambands ólympíunefnda í Minsk. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ voru á meðal þeirra sem sátu ársþingið.

Mikill meirihluti meðlima Evrópusambands ólympíunefnda kaus borgina Minsk sem gestgjafa leikanna. Nokkur stórmót hafa verið haldin í Minsk síðastliðin ár, meðal annars ýmis Heimsmeistaramót og Evrópumeistaramót. Borgin virðist því vera vel í stakk búin til þess að halda leikana.

18 Íslendingar kepptu á Evrópuleikunum í Bakú í níu íþróttagreinum. Keppt var í 20 íþróttagreinum í Bakú.