Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
20

Fróðleikur á netinu

19.10.2016

Team Danmark hefur nýverið gefið út TD-FOKUS sem er vefrit um það nýjasta í afreksíþróttum í Danmörku. Í nýjasta ritinu er m.a. fjallað um afreksíþróttasveitarfélög í Danmörku og nýja bók sem fjallar um að ná árangri undir álagi. Hægt er að finna ýmsan fróðleik á vefsíðu Team Danmark og lesa þar þær greinar sem eru birtar í TD-FOKUS.

Á vefsíðu Idræts Forum er einnig að finna fróðleik um íþróttir, en þar má segja að helstu fræðimenn á sviði íþrótta á Norðurlöndum miðli þar fróðleik um bækur, greinar, ráðstefnur og annað efni sem tengist íþróttastarfi.

Talandi um ráðstefnur þá eru nokkrar slíkar á dagskránni í vetur og næsta sumar. ISC eða International Sports Convention fer fram í Genf dagana 7. og 8. desember nk. Þar eru 18 ráðstefnur undir sama þaki, ásamt sýningu sem tengist íþróttum. Frekari upplýsingar má finna hér á vefsíðu ráðstefnunnar.

ECSS, eða European College of Sport Science, heldur árlega ráðstefnu sem næst fer fram dagana 5. til 8. júlí 2017 í Essen í Þýskalandi. Árið 2018 verður hún í Dublin á Írlandi og 2019 í Prag í Tékklandi. Hægt er að fræðast um dagskrá og þessi samtök á síðunni Sport Science.