Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Karakter á leið til landsins

18.10.2016

Föstudaginn 21. október kl.12:00 – 13.00 fer fram hádegisfundur á vegum Sýnum karakter verkefnisins um þjálfun karakters í gegnum íþróttir. Sverre Mansaas Bleie, þaulreyndur yfirþjálfari í handknattleik hjá Randesund, ætlar að miðla af reynslu sinni á fundinum. Sverre, sem hefur meðal annars hlotið útnefninguna Fyrirmyndarþjálfari Noregs. Hann leggur ríka áherslu á andlega og félagslega þætti í sinni þjálfun og er þekktur fyrir að skapa jákvætt viðhorf til íþróttaiðkunar og virðingu utan sem innan vallar. Erindi Sverre heitir: „It’s through relationship, you make developments“.

Hádegisfundurinn fer fram í sal KSÍ við Laugardalsvöll og er aðgangur ókeypis.

Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu á facebook síðu ÍSÍ.

 

Skráning fer fram hér.

Hlökkum til að sjá ykkur !