Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Ólympíustöðin

17.10.2016

Aðdáendur geta nú fylgst með íþróttum, íþróttafólki og sögunum á bak við Ólympíuleikana allt árið um kring á Ólympíustöðinni. Flott myndband, „The mind of a sprinter“, er nú á síðunni en þar er hægt að komast inn í hugarheim frjálsíþróttamannsins Jesse Owens, sem gerði garðinn frægann á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1936.

Ólympíustöðin er ókeypis vettvangur sem mun sýna beint frá íþróttaviðburðum, vera með nýjustu fréttir og bjóða upp á útsendingar tileinkaða íþróttum og íþróttamönnum allt árið um kring. Stöðin mun leggja áherslu á afreksíþróttamenn og þeirra leið að meiri árangri. Að auki er hægt að skrá sig sem notanda að Ólympíustöðinni. Því fylgir persónulegri reynsla, þar sem skráðir notendur geta fylgst með uppáhalds íþróttamönnum sínum, liðum, íþróttum og löndum. Umhverfið á síðunni býður einnig upp á að deila efni á samfélagsmiðla og hvetur notendur til að hafa aukin samskipti við Ólympíuhreyfinguna. Á Ólympíustöðinni munu aðdáendur geta upplifað kraft íþróttanna og Ólympíuhreyfingarinnar allt árið, hvar sem er og hvenær sem er. 

Hægt er að ná sér í Ólympíustöðvar-smáforrit í símann, en einnig er hægt að horfa á stöðina á vefsíðu Olympic Channel. Íþróttamenn og aðdáendur geta einnig fylgt Ólympíustöðinni á samfélagsmiðlasíðum hennar, FacebookInstagramTwitter og YouTube