Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Ráðstefnan Sýnum karakter tókst vel

03.10.2016Ráðstefnan Sýnum karakter fór fram laugardaginn 1. október. Ráðstefnan og verkefnið Sýnum karakter er náið samstarfsverkefni ÍSÍ og UMFÍ og hefur verið unnið að því lengi. Uppselt var á ráðstefnuna, sem fram fór í stórum fyrirlestrarsal í Háskólanum í Reykjavík og komust færri að en vildu. Fyrirlesarar voru íþróttamenn og þjálfarar úr ýmsum greinum félaga ÍSÍ og UMFÍ. Gestir á ráðstefnunni komu að sama skapi úr ýmsum áttum og var gleðilegt hvað þeir komu úr mörgum greinum.

Á ráðstefnunni fjölluðu þau Viðar Halldórsson og Hafrún Kristjánsdóttir um tilurð verkefnisins Sýnum karakter. Ráðstefnustjóri var Viðar Garðarsson. Erindi fluttu þau Íris Mist Magnúsdóttir, Pálmar Ragnarsson, Svanur Þór Mikaelsson, Margrét Lára Viðarsdóttir og Daði Rafnsson. Heimir Hallgrímsson og Vanda Sigurgeirsdóttir tóku svo þátt í fjörugum og gagnlegum pallborðsumræðum með þeim Viðari og Hafrúnu. Gestir tóku virkan þátt í umræðunum.

Þau sem ekki áttu heimangengt og komust ekki á ráðstefnuna geta séð erindin og pallborðsumræðurnar á vefsíðunni www.synumkarakter.is þegar fram líða stundir.
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá ráðstefnunni en fleiri myndir má sjá á myndasíðu ÍSÍ.

Myndir með frétt