Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
16

Sýnum karakter á morgun

30.09.2016

Á morgun fer fram ráðstefnan Sýnum karakter sem ÍSÍ og UMFÍ standa saman að. Ráðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík frá kl.10-12:30. Vefsíðan synumkarakter.is verður opnuð á ráðstefnunni, en hún er ætluð þjálfurum og íþróttafélögum. Verkefnið Sýnum karakter er hugsað sem verkfæri fyrir þjálfara til að hlúa að og efla andlega og félagslega þætti hjá börnum og unglingum. Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, íþróttasálfræðingur og sviðsstjóri á íþróttasviði Háskólans í Reykjavík, og dr. Viðar Halldórsson, lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands, eru höfundar að efninu í verkefninu Sýnum karakter. 

Uppselt er á ráðstefnuna.

Dagskránna má sjá í heild sinni hér að neðan.

10:00 Setning ráðstefnunnar Sýnum karakter

10:10 Dr. Viðar Halldórsson, lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Karakter: Hvað, af hverju, hvernig?

10:40 Fimm stutt erindi sem tengjast reynslu fyrirlesara af áhugahvöt, félagsfærni, leiðtogum, sjálfstrausti, einbeitingu og markmiðasetningu. 
• Íris Mist Magnúsdóttir, íþróttafræðingur og landsliðsþjálfari í hópfimleikum. 
• Pálmar Ragnarsson, B.S. í sálfræði og körfuknattleiksþjálfari yngri flokka KR.

11:00 Kaffihlé

• Svanur Þór Mikaelsson, landsliðmaður í taekwondo. 
• Margrét Lára Viðarsdóttir, íþróttafræðingur, B.S. í sálfræði og landsliðskona í knattspyrnu. 
• Daði Rafnsson, markaðsfræðingur, með UEFA A-gráðu og fyrrum yfirþjálfari yngri flokka Breiðabliks í knattspyrnu.

11:40 Dr.Hafrún Kristjánsdóttir, lektor og sviðsstjóri íþróttasviðs HR. Kynning á áhersluþáttum verkefnisins.

12:00 Pallborðsumræður:
• Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu. 
• Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda og félagsmálafræðum við HÍ.
• Dr.Viðar Halldórsson. 
• Dr.Hafrún Kristjánsdóttir.

Ráðstefnustjóri er Viðar Garðarsson.

Nánari upplýsingar: 

Sabína Steinunn Halldórsdóttir, verkefnastjóri UMFÍ, sabina@umfi.is, 898-2279.
Ragnhildur Skúladóttir, sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ, ragnhildur@isi.is, 863-4767.