Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Hjólum í skólann 2016

20.09.2016

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur staðið fyrir verkefninu Hjólum í skólann fyrir framhaldsskólanemendur í september síðustu þrjú ár. Ákveðið hefur verið að breyta verkefninu og leggja niður skráningarfyrirkomulagið eins og tíðkast hefur. Þar fóru nemendur/starfsfólk inn á vefinn hjolumiskolann.is og skráðu sig til leiks og skráðu ferðir sínar til og frá skólanum.
Fyrirkomulagið í ár verður þannig að skólinn skráir sig inn á síðunni hjolumiskolann.is og segir stuttlega frá því hvernig aðstaða hjólafólks í skólanum er og hvað skólinn ætlar að gera til þess að hvetja nemendur og starfsfólk til þess að nýta sér virkan ferðamáta til og frá skóla. Þegar talað er um virkan ferðamáta er átt við að nýta sitt eigið afl t.d. með því að ganga, hjóla og nota hjólabretti, en einnig má nýta sér strætó.
Markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta.

Samstarfsaðilar verkefnisins eru Embætti landlæknis og Hjólafærni. 

Skráning fer fram hér.