Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Móttaka til heiðurs Ólympíuförum

29.08.2016

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra buðu sl. fimmtudag til móttöku í Ráðherrabústað til heiðurs íslensku keppendunum á Ólympíuleikunum í Rio De Janeiro 2016. Allir íslensku þátttakendurnir fengu afhend viðurkenningarskjöl og minnispening frá Alþjóðaólympíunefndinni. Auk þess fengu Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir sérstaka viðurkenningu frá Alþjóðaólympíunefndinni fyrir að komast í úrslit og vera í topp átta í sinni grein á Ólympíuleikunum.

Meðfylgjandi eru myndir frá móttökunni, en fleiri myndir má sjá á myndasíðu ÍSÍ.

 

Myndir með frétt