Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Ríó 2016 - Þrír Íslendingar með verðlaun

22.08.2016

Þrír Íslendingar unnu til verðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó sem þjálfarar í handbolta. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Dana í handbolta karla, vann til gullverðlauna ásamt sínu liði er þeir unnu Frakka 28:26 í úrslitum í gær. Danska liðið spilaði vel, með Mikk­el Han­sen í broddi fylkingar, en hann var með átta mörk fyr­ir danska liðið. Guðmund­ur hefur áður stýrt handboltalandsliði til verðlauna á Ólympíuleikum, en ís­lenska karlalandsliðið í handbolta vann til silfurverðlauna í Pek­ing árið 2008.

Dagur Sigurðsson, þjálfari Þjóðverja í handbolta karla, vann til bronsverðlauna með þýska liðinu eft­ir að hafa lagt Pól­land að velli 31:25. Þórir Her­geirs­son, þjálfari Norðmanna í handbolta kvenna, vann til bronsverðlauna ásamt sínu liði er liðið lagði Hol­land að velli 36:26. Þórir vann til gullverðlauna með liðinu á Ólympíuleikunum í London árið 2012.

Frábær árangur hjá þessum þremur íslensku þjálfurum.

Myndir með frétt