Ríó 2016 - Lokaathöfnin
22.08.2016
Lokaathöfn Ólympíuleikanna 2016 fór fram í gærkvöldi og var glæsileg að vanda. Þátttakendur gengu inn á Maracana-leikvanginn með þjóðfána sína. Hrafnhildur Lúthersdóttir sundkona bar fána Íslands. Dans- og tónlistaratriðin voru stórskemmtileg og flott og mikil stemmning hjá þátttakendum.
Ólympíuleikarnir 2020 fara fram í Tókýó í Japan. Venju samkvæmt afhenti Eduardo Paes, borgarstjóri Ríó, Yuriko Koike, borgarstjóra Tókýó, ólympíufánann í lok lokaathafnarinnar.
Á myndunum má sjá Thomas Bach, forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar, með ólympíufánann og flugeldasýningu sem fór fram á lokaathöfninni.
(C) Getty Images.